Um Hrísaskóga

Upplýsingar

Upplýsingar um Hrísaskógar 20
015
Heilsárshús á Hrísaskógum 20 Hrísum. 

Húsið er á Hrísum í Eyjarfjarðarsveit, ca 30 km sunnan við Akureyri. Bústaðurinn er 8 manna, 90 m², 75m² neðri hæð og 15 m² efri hæð.

Í húsinu eru tvö hjónaherbergi á neðri hæð rúmin eru 153cm en 4 rúm á efri hæðinni sem eru 90cm. Baðherbergið er með vaski, klósetti, sturtu og þvottavél .

Á stórri verönd er heitur pottur sem er hitaður með rafmagni, gasgrill er líka á veröndinni einnig 4 garðstólar ásamt 1 borði og 2 sólbekkjum.

Í eldhúsi eru öll helstu áhöld sem þarf til matargerðar, ísskápur með frystihólfi, helluborð, bakaraofn, örbylgjuofn, uppþvottavél ásamt ýmsum ragmagnstækjum.

Húsið er hitað upp með hitalögn í gólfi.

Í stofu er sjónvarp, útvarp m/cd og ipod tengingu og DVD tæki.

Í húsinu eru sængur og koddar fyrir 8, einnig tuskur, viskastykki, þvegill og hreinlætisvörur,ryksuga, straujárn og straubretti , þá er líka klósettpappír og eldhúsrúlla. Gestir þurfa að hafa með sér rúmföt og baðhandklæði, 4 aukadýnur eru í húsinu. Ekki þarf að koma með lök.

Barnarúm og barnastóll er í húsinu.